; www.fullfrisk.com
Home Fréttir Föndurdagur hjá Fulfrísk
Föndurdagur hjá Fulfrísk

Sunnudaginn 18. apríl hélt Fullfrísk föndurdag.  Föndurdagurinn var haldinn í Seljaskóla og byrjað að föndra kl 15:00.  

Þær sem voru lengst voru að til miðnættis.  Góð mæting var og mikið föndrað.  Flestar voru að skrappa en ein og ein að prjóna eða gera annað.  Netverslunin Skrapp og gaman (www.skrappoggaman.is) bauð Fullfrísk skvísum að koma og versla á lager fyrir 15% afslátt og vakti það mikla lukku, sérstaklega meðal skrappara í hópnum (sem eru orðnar ansi margar).  Nokkrar stigu meira að segja sín fyrstu skref í skrappinu.  Föndrið verður endurtekið von bráðar!