; www.fullfrisk.com
Home Námskeiðin Mömmutímar
Mömmutímar

 

6 vikna líkamsræktarnámskeið fyrir konur sem vilja stunda markvissa og örugga líkamsrækt eftir barnsburð og geta tekið börnin með sér í tíma.

 
Líkt og þjálfun á meðgöngu byggist námskeiðið á þol- og styrktarþjálfun og er mikil áhersla lögð á að styrkja kvið-, grindarbotns- og bakvöðva. Tímarnir eru fjölbreyttir og samanstanda m.a. af þol og styrktaræfingum, þrekhring, boxi, tabata ofl.  mikil áhersla er lögð á að konan fái sem mest út úr tímanum en hafi á sama tíma svigrúm til þess að sinna barninu, hvort sem er að gefa því að drekka eða sinna því á annan hátt. Boðið er upp á þyngdar- fitu og ummálsmælingar í upphafi og lok námskeiðs og mikill sveigjanleiki á að fá að flakka á milli tíma.  Að auki hittast hóparnir utan tíma og skapast gott og skemmtilegt andrúmsloft innan þeirra.