; www.fullfrisk.com
Home Um Fullfrísk Umsagnir
Umsagnir

Ég byrjaði á námskeiði hjá Fullfrísk þegar ég var komin 25 vikur á leið og var fram á 38 viku. Leikfimin var hæfilega erfið og mjög hressandi og ég er þess fullviss að meðgangan hefði tekið meira á hefði ég ekki stundað hana. Ég byrjaði aftur á námskeiði 5 vikum eftir fæðingu og tók 2 námskeið. Það var frábært að geta tekið krílið með sem svaf svo bara út tímann, enda búið að venjast taktfastri tónlistinni í síðan í bumbunni. Leikfimin var frábær leið til að koma mér aftur af stað eftir fæðinguna.

Ágústa Ringsted
Lögreglukona
29 ára með 4 mán barn. 

 

Ég hef stundað reglubundna líkamsrækt í mörg ár og langaði til að geta haldið því áfram á meðgöngunni á sem öruggastan og árangursríkastan hátt. Ég hikaði því ekki við að skrá mig á námskeiðið en það er bæði fjölbreytt og fræðandi, með áherslu á styrktar og þolæfingar sem henta vel barnshafandi konum.
Ég er ekki í vafa um að námskeiðið hefur hjálpað mér að viðhalda styrk og úthaldi á meðgöngunni og haldið frá verkjum og óþægindum. Stærsti kosturinn fínnst mér þó að námskeiðið veitti mér aðhald til að mæta í tíma þrisvar í viku, enda mikil hvatning og stuðningur bæði frá leiðbeinendum og öðrum þátttakendum námskeiðsins!

Sólrún Helga Ingibergsdóttir
Sálfræðingur
29 ára komin 25 vikur

Frábært námskeið í alla staði! Fjölbreytt og skemmtilegt. Tímarnir og æfingarnar eru algjörlega byggt upp svo hver og ein getur tekið þátt eftir getu. Hef aldrei verið eins orkumikil á meðgöngunni og eftir að ég byrjaði að sækja tímana og þeir kvillar sem hrjáðu mig á fyrri meðgöngu s.s bak og grindarverkir hafa ekki gert vart við eins fljótt og mikið og áður. Mæli algjörlega með þessu námskeiði fyrir óléttar konur sem vilja fjölbreytni, góða hreyfingu og frábæran félagsskap!

Þuríður Dagrún Gunnarsdóttir
Tæknifulltrúi
26 ára komin 31 viku


Besta meðgöngunámskeið sem ég hef verið í – en þetta er þriðja meðgangan mín. Ég er fyrrum afrekskona í íþróttum og hef ávallt reynt að halda mér í ágætu formi og ég veit að það er mikilvægt að halda því einnig áfram á meðgöngu.
Leiðbeinendur námskeiðsins eru hressar og skemmtilegar og hvetja okkur verðandi mæður áfram. Æfingarnar eru fjölbreyttar, styrkjandi og árangursríkar. Ég finn hvernig orkan hellist yfir mig eftir tímana og ég er afkastameiri og hressari en áður, bæði í vinnu og heima við. Frábært námskeið fyrir barnshafandi konur sem kjósa að vera í
góðu líkamlegu ástandi fyrir fæðingu.

Elsa Nielsen
Grafískur hönnuður
32 ára komin 30 vikur


Frábært námskeið með góðum leiðbeinendum, fræðslu og eftirliti. Mikill
metnaður lagður í námskeiðið, fjölbreyttar æfingar þar sem hver og ein getur farið á sínum eigin hraða. Sérstök áhersla lögð á æfingar sem eru góðar fyrir barnshafandi. Frábær þjálfun fyrir líkama og sál.

Ragna Björk Ragnarsdóttir
Nemi
27 ára komin 25 vikur


Ég er að taka þátt í námskeiðinu í annað sinn á meðgöngunni. Þrátt fyrir að vera á 38.viku fæ ég góða útrás og hreyfingu með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum. Það er rosalega gott hvað þjálfararnir passa vel uppá að manni líði vel við æfingarnar með því að aðlaga þær að líkamlegri getu, auk þess sem þeir veita fræðslu um ýmislegt gagnlegt sem tengist meðgöngunni. Félagsskapurinn er líka mjög góður og það er margt skemmtilegt gert til að hópurinn nái vel saman. Mér finnst námskeiðið sem sagt alveg frábært fyrir líkama og sál og gæti hreinlega ekki verið án þess.

Berglind Beck
Hjúkrunarfræðingur
26 ára komin 38 vikur