; www.fullfrisk.com
Home Börnin okkar Ásgerður Þórunn Hannesdóttir - 30.06.08.
Ásgerður Þórunn Hannesdóttir - 30.06.08.

Drengur

Hæ hæ,

Vildi bara láta vita af því að ég er búin að eignast yndislegan son en hann kom í heiminn síðasta mánudag, þann 30. júní. Þá var ég bara komin 38 vikur og 3 daga á leið en settur dagur var 11. júlí. Fæðingin gekk nú frekar erfiðlega en frá því að ég kom uppá fæðingardeild og sá litli kom í heiminn liðu 18 klst.

Við vorum mætt uppí Hreiðrið klukkan hálf eitt sunnudagsnóttina en þá var ég komin með hríðir á 3-5 mínútna fresti. Svoleiðis var það alla nóttina án þess að í rauninni neitt gerðist og það var ekki fyrr en um 10 á mánudagsmorguninn sem ég fékk mænurótadeyfingu og belgurinn var sprengdur að eitthvað fór að gerast. Var hann þó ekki fæddur fyrr en klukkan 6 þann daginn.

Þannig að þrátt fyrir erfiða og langa fæðingu þá fæddist að lokum fallegur og heilbrigður strákur og því allt þess virði :) Læt fylgja eina mynd.

Bkv. Ásgerður