; www.fullfrisk.com
Home Börnin okkar Guðrún Haraldsdóttir - 02.07.08.
Guðrún Haraldsdóttir - 02.07.08.

Drengur - 11 merkur og 49,5 cm.

Já yndislegur krúttpjakkur leit dagsins ljós þann 2.júlí sl.
Var komin upp á fæðingardeild kl 20 þann 1.júlí og prinsinn var komin kl 00:12 á fæðingargangi, þannig að þetta tók "fljótt og vel af" og allt gekk vel (miðað við fyrsta barn held ég). Var komin með 5-6 í útvíkkun þegar ég kom upp eftir og var þá búin að vera með on/off samdráttarverki frá því um morguninn en þarna var þetta orðið reglulegt. Nýtti mér nálastungu-róandi (á milli augnanna) (sem virkaði ágætlega) og aðeins glaðloftið sem ég var ekki að fýla nógu vel. Þetta gerðist allt frekar hratt að mér fannst en gekk vel og við fengum þennan yndislega dreng, sem vóg aðeins 11 merkur og 49,5cm. Sem sagt algjört róuskott :) Við foreldrarnir erum í skýjunum og heilsan er mjög góð. Það verður gaman að sjá ykkur svo seinna í mömmuleikfiminu
 
Kveðja Guðrún mamma :) og krúttprinsinn

 

Active Image

 

Active Image