; www.fullfrisk.com
Home Spurningar og svör Hvenær get ég byrjað að stunda meðgönguleikfimi hjá Fullfrísk?
Hvenær get ég byrjað að stunda meðgönguleikfimi hjá Fullfrísk?

Þú getur byrjað að æfa hjá okkur hvenær á meðgöngunni sem er þ.e. allt frá byrjun og upp undir lok meðgöngunnar. 

Algengast er að konur séu að byrja á námskeiði í kringum 12 viku en þó allur gangur þar á.  Konur geta komið frá því þær átta sig á að þær eru barnshafandi og alveg fram á síðasta dag. 

Þær konur sem ekki ná að klára námskeið vegna barnsburðar eða þurfa skv læknisráði að hætta fyrr, fá endurgreitt fyrir þann hluta námskeiðs sem þær ekki gátu nýtt eða geta látið það renna upp í mömmunámskeið.