; www.fullfrisk.com
Home Spurningar og svör Hvaða tegund líkamsræktar er best að stunda á meðgöngu?
Hvaða tegund líkamsræktar er best að stunda á meðgöngu?

Engin ein rétt leið er til þess að halda sér í góðri þjálfun.  Líkamsrækt nær yfir svo margt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.  

Flestar barnshafandi konur geta haldið áfram að stunda þá líkamsrækt sem þær eru vanar.  Þolfimi, styrktaræfingar, sund, pilates, jóga, göngur og létt skokk eru æfingar sem óhætt er að stunda mestan hluta meðgöngunar en sundum þörf á að aðlaga æfingarnar að einhverju leyti. 

Ekki er mælt með að stunda boltaíþróttir, fimleika, skíði, skauta og útreiðar á meðgöngu.