; www.fullfrisk.com
Home Börnin okkar Kristín Gestsdóttir - 03.08.08.
Kristín Gestsdóttir - 03.08.08.
Stúlka - 3550 g og 51 sm

Hæ stelpur!
 
Litla prinsessan okkar kom í heiminn 3.ágúst kl. 17:08. Hún mældist 3550 gr. og 51 sm.
 
Siðustu tvær vikurnar af meðgöngunni voru frekar erfiðar vegna þess að ég mældist með of háar gallsýrur og því fylgir mikill kláði og í kjölfar svefnleysi og magaverkir (vegna lyfjanna). Fimmtudaginn 31.júlí var hreyft við belgnum hjá mér og ákveðið að ég yrði sett af stað mánudaginn 4.ágúst ef ég yrði ekki búin að eiga. En til allra hamingju kom sú stutta sunndaginn 3.ágúst.
 
Slímtappinn fór aðfaranótt 2.ágúst og ég byrjaði að fá hríðar fljótlega upp úr því. Í kringum 17 voru hríðarnar byrjaðar með reglulegu millibili en ekki orðnar harðar. Um miðnætti ákváðum við að kíkja upp á spítala til að athuga með hjartsláttinn hjá dömunni og auk þess voru hríðarnar orðnar harðari. Ljósmóðirin sem tók á móti okkur ákvað að leggja mig inn og gefa mér petidín til þess að ég myndi hvílast en þarna var ég bara komin með 2-3 í útvíkkun. Svo byrjaði ballið kl. 7 um morguninn. Ég fór í bað kl. 11 og klukkutíma síðar fór ég upp úr og þáðið mænudeyfingu. Hríðarnar voru það harðar að ljósmóðurinni þótti ástæða til að ath. hvernig barnið snéri. Þá kom í ljós að hún snéri örlítið vitlaust og hjartslátturinn var farinn að falla svoldið mikið hjá henni þegar ég fékk hríð. Í stuttu máli þá þurfti að taka blóðsýni tvisvar úr höfðinu á henni og svo tókst lækninum að snúa henni rétt. Eftir langt og strangt útvíkkunarferli hófst fæðingin sjálf. Rembingurinn tók 40-50 mínútur og gekk mjög vel, ég fékk stelpunar mína í fangið 17:08.
 
Ég held ég hafi aldrei áttað mig á því hvað það skiptir miklu máli að vera í góðu formi fyrr en kom að rembingnum. Það eina sem kom upp í huga minn var það að ég er 100% búin á því en ég hef æft íþróttir nær allt mitt líf og á til magavöðva og skap sem ég ætla að nota NÚNA, "hún skal út"!  Það verður aldrei of oft minnst á gildi þess að vera i góðu formi. :-)
 
Meðfylgjandi eru myndir af prinsessunni sem við nefndum strax upp á spítala nafninu Embla Björg.
 
Ég hlakka til að koma aftur og verð í bandi við ykkur í vikunni.
 
Bestu kveðjur,
Kristín