; www.fullfrisk.com
Home Börnin okkar Ásrún Ýr Rúnarsdóttir - 30.09.08
Ásrún Ýr Rúnarsdóttir - 30.09.08
 Drengur

Fór í mæðraskoðun 30.sept, þá komin 3 daga fram yfir og bað ljósmóðurina um að skoða mig og tékka hvort gaurinn væri eitthvað á leiðinni, því ég var ekki búin að vera með neina verki og orðin pínu óþolinmóð. Ég hélt kannski að það þyrfti að hreyfa við belgnum þar sem það þurfti að gera það hjá mömmu með okkur 3 systkynin. En ljósan sagði strax við mig, ekki neina verki vina mín þú ert komin með 4 í útvíkkun og sagði að ég mætti búast við því að fara af stað um daginn, ef ekki pantaði hún tíma fyrir mig á föstudaginn. Mér fannst einhvernveginn ólíklegt að það myndi gerast þennan sama dag þarsem ég fann ekki fyrir neinu en ég fór heim.
Fljótlega fór ég að finna fyrir smá túrverkaseyðing en ég var í fullu fjöri heima og ryksugaði og tók mig til í rólegheitum það sem ég átti eftir. Um hálf eitt voru 5-6 mín á milli verkja en þessir verkir voru frekar vægir þar sem ég stóð ennþá í lappirnar. Ég hringdi uppá deild kl. 12:30 og spurði hvort ég ætti að koma eða bíða, mér var sagt að bíða þangað til að það væru 2-3 mín á milli verkja, og hringja svo eða koma seinnipartinn. Einhvernveginn ákvað ég nú samt að hlusta á sjálfa mig og hringja í kallinn og við að fara uppeftir og tékka á ástandinu, frekar vildi ég fara þá heim og bíða heldur en að eiga ein heima.
Við vorum komin uppá Lansa um eitt leytið, og kl, 14:04 var litli mættur á svæðið. Þegar ég kom uppeftir kom fyrsti alvöru verkurinn í lyftunni og ég á 4 fótum, ljósan skoðaði mig og ég var komin með 9 í útvíkkun. Ég var færð inní fæðingarherbergi og beint á bekkinn, ljósan skrapp aðeins frá og BÚMM vatnið fór...ég reif í kallinn minn og öskraði það er eitthvað að gerast hérna!!..hann hljóp fram og náði í hana. Það var enginn tími fyrir verkjalyf eða neitt svoleiðis, það má segja að þetta hafi verið draumafæðing sem tók innan við klukkutíma, en mér fannst hún taka heila eilífð og það fyrsta sem ég sagði við manninn minn var never again hahaha en þetta er fljótt að gleymast og er í raun yndisleg upplifun. Þar sem fæðingin gekk svo hratt náði litli ekki að losa sig við vatn úr lungunum og átti því erfitt með að anda. Hann var í hitakassa fyrsta sólahringinn, svo á vökudeild í sólahring og svo kom hann niður til mín á sængurkvennaganginn og vorum við þar í sólahring, svo fórum við heim daginn eftir. Ótrúlegt en satt þá hugsaði ég til fullfrísk tímana í miðri fæðingu, ég hlaut að hafa styrkt push vöðvana að minnsta kosti eitthvað, og það svínvirkaði =) en ekki hvað

=) Okkur heilsast annars mjög vel og get ég ekki beðið eftir að komast í mömmutímana.
Kveðja Ásrún.