; www.fullfrisk.com
Home Börnin okkar Guðrún Björg Ellertsdóttir -
Guðrún Björg Ellertsdóttir -

Stúlka

Þetta byrjaði sem sagt þannig að vinafólk okkar var í heimsókn hjá okkur á föstudagskvöldið og við vorum bara að hafa það rólegt.
Kærastinn minn og vinkona min voru að fá sér rauðvín og svona þegar ég byrja að fá smá verki um kl 22, var nú ekkert að taka þá neitt alvarlega því að ég hafði fengið svipaða verki fyrr í vikunni.
Ég var komin akkurat 39 vikur og hafði farið í meðgöngutíma í hádeginu og ætlaði sko að taka vel á því því að ég var alveg til í að þetta færi að gerast fljótlega en bjóst nú samt ekki alveg við því að einn meðgöngutími yrði nóg en greinilegt að Guðrún Lovísa, sem var með tímann, var að láta okkur taka vel á því :) En verkirnir hættu ekkert þarna um kvöldið og fóru bara að aukast og versna og voru orðnir reglulegir um eitt leytið með 10min millibili.
Vinkona min og kærastinn hennar fóru heim upp úr miðnætti alveg að deyja úr spenningi og kallinn minn byrjaði að setja eitthvað ofan í tösku alveg svaka stressaður og byrjaður að þamba vatn á fullu til að geta verið ökuhæfur með mig upp á spítala ef þess þyrfti. Ég var nú samt frekar róleg bara og fannst þetta ekkert vera að gerast. Svo fór tappinn að losna og verkirnir héldu áfram með 10min millibili til átta um morguninn og ég auðvitað gat ekkert sofið, hringdi upp á Hreiður og lét vita af mér um 6 leytið og fór svo í bað heima um kl 8, svaka dekur með kertaljósum og reykelsi, þessir karlmenn sjá sko alveg um mann :) Kem svo upp úr baðinu og þá er farið að líða 5 min á milli verkja og ég hringi aftur upp á Hreiður og þær segja mér bara að koma fljótlega.
Við komum upp á Hreiður um 10 leytið og þar var ég sett í mónitor og þá var komið niður í 2min á milli og komin með 4 í útvíkkun. Svo biðum við smá tíma meðan verið var að gera tilbúið fæðingarherbergi og þá fór ég í baðið þar. Þegar ég fór í baðið var ég komin með 5-6 í útvíkkun og kláraði útvíkkunina þar. Svo ætlaði ég bara að reyna að eiga í baðinu en það gekk ekki svo að ég fór upp úr baðinu um kl 18 og hún kom svo í heiminn kl 18:26.