; www.fullfrisk.com
Home Fréttir
Mætingakeppni Fullfrísk

Fullfrísk var með mætingarkeppni á oktober og nóvember námskeiðum.  Mætingin var mjög góð og mikil hvatning fyrir stelpurnar að mæta því verðlaunin voru ekki af verri endanum.  Allar sem voru með fulla mætingu voru settar í pott og ein dregin úr hverjum tíma og einnig dregið um hvaða verðlaun hver og ein fékk.  Öll verðlaun voru gjafir og viljum við koma sérstöku þakklæti á framfæri til barnavöruversluninnar Fífu í Húsgagnahöllinni sem haf tvenna brjóstagjafapúða og gjafabréf að verðmæti 10.000 kr svo og snyrtistofunnar Caritu sem gaf tvenn gjafabréf í fótsnyrtingu og eitt í andlitsbað.

Read more...
 
Föndurdagur - skrapp og gaman

Sunnudaginn 27. September var haldinn föndurdagur hjá Fullfrísk. 

Netverslunin Skrapp og gaman bauð Fullfrísk meðlimum í heimsókn á lager sinn og veitti okkur 15% afslátt af vörum.  

Read more...
 
Skráning hafin á öll námskeið í september
Skráning er hafin á öll námskeið í september og hefur námskeiðunum nú verið fjölgað aftur ásamt því að boðið verður upp á námskeið í Sporthúsinu líka.
Eftirfarandi námskeið verða í boði:
 
Read more...
 
Göngu- og hlaupahópar
Fullfrísk fór af stað með bæði gönguhóp og hlaupahóp í sumar. Guðrún Lovísa hefur leitt báða hópana og hefur mæting og stemning verið góð. Gönguhópurinn hefur m.a. gengið Esjuna og Keili og hefur hlaupahópurinn verið að hlaupa um 5 km og hefur það komið flestum á óvart hversu mikið þær geta
 
Sumarið hjá Fullfrísk
Fullfrísk verður í fullu fjöri í allt sumar.  Hins vegar fara tvenn námskeið í sumarfrí fram á haust þ.e. meðgöngutíminn sem er kl 17 á þriðjudögum og fimmtudögum og mömmutíminn sem er kl 9:30 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
Read more...
 
Nýir mömmutímar

Þann 30. mars munum við bæta við nýju mömmunámskeiði.  Það er klukkan 9.30-10.30 mánudaga, miðvikudag og föstudaga.  Námskeiðið tilvalið fyrir þær mömmur sem þurfa að fara með eldra barn í leikskóla eða að keyra maka í vinnu snemma að morgni.  Gott að fara beint í ræktina og byrja daginn vel.  Taka ungabörnin með sér í tíma og sinna þeim eftir þörfum á milli þess sem hressilega er tekið á því. 

 
<< Start < Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Next > End >>

Page 10 of 12