; www.fullfrisk.com
Home Námskeiðin Þjálfun á meðgöngu
Þjálfun á meðgöngu

Líkamsræktarnámskeið fyrir barnshafandi konur sem vilja stunda markvissa og örugga líkamsrækt á meðgöngu. Æfingarnar taka mið af þeim líkamlegu breytingum sem konur ganga í gegnum á meðgöngu og hve langt komnar þær eru.
Námskeiðið byggist á þol- og styrktarþjálfun og er mikil áhersla lögð á að styrkja kvið-, grindarbotns- og bakvöðva. Æfingar eru fjölbreyttar og samanstanda m.a. af ýmiskonar styrktaræfingum, stöðvahring, boxi, tabata, trx o.fl. og er mikil áhersla lögð á að tímarnir séu líflegir og skemmtilegir. Mikill sveigjanleiki er á að fá að flakka á milli tíma. Að auki hittast hóparnir utan tíma og skapast gott og skemmtilegt andrúmsloft innan þeirra.