Mömmunámskeið

Konur sem hafa æft alla meðgönguna eru oft mjög spenntar að byrja aftur að hreyfa sig eftir fæðingu barns og er almenna ráðleggingin að konur byrji að hreyfa sig aftur 6 vikum eftir fæðingu barnsins með nokkrum undantekningum.

Hreyfing er mjög mikilvæg fyrir nýbakaðar mæður og getur haft miklar forvarnir m.a. gegn fæðingarþunglyndi. Auk almennrar vellíðunar hefur hreyfingin áhrif á bættan svefn, líkamsímynd, að styrkja stoðkerfið og hjálpa konunni að komast aftur í fyrra form.

Mjög mikilvægt er að fara rólega af stað til þess að sjá hvernig líkaminn bregst við því að byrja að hreyfa sig aftur og því mikilvægt að hlusta ávalt á líkamann.

     

Hvenær get ég byrjað að æfa og hvað þarf ég að hafa í huga?

 Almennt geta konur byrja að hreyfa sig aftur 6 vikum eftir fæðingu barns og 8 vikum eftir að hafa farið í keisara. Að sjálfsögðu eru undantekningar á þessari reglu. Einstaka kona er að byrja fyrr og einnig margar að koma seinna. Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og eru allar mömmur velkomnar í Fullfrísk. Mestu máli skiptir að konan hlusti á líkamann, fari rólega af stað og stjórni álaginu sjálf.

 

Fyrirkomulag og uppbygging tíma

Líkt og þjálfun á meðgöngu byggist námskeiðið á þol- og styrktarþjálfun og er mikil áhersla lögð á að styrkja kvið-, bak- og grindarbotnsvöðva. Tímarnir eru fjölbreyttir og samanstanda m.a. af þrekhring, boxi, styrktarþjálfun, HIT, tabata ofl.

Mikil áhersla er lögð á að konan fái sem mest út úr tímanum en hafi á sama tíma svigrúm til þess að sinna barninu, hvort sem er að gefa því að drekka eða sinna því á annan hátt. Eins er mikið svigrúm fyrir konur til að geta aðlagað æfingarnar ef einhver vandamál eru að hrjá s.s. grindarverkir, bakverkir, þvagleki eða annars konar vandamál.

Á mömmunámskeiðunum taka mömmurnar börnin með sér og geta sinnt þeim hvenær sem er en að sjálfsögðu er líka velkomið að mæta barnlaus. Hjá Fullfrísk er helsta markmiðið vellíðan og að konur æfi saman í góðum félagsskap.

Að auki hittast hóparnir utan tíma og skapast gott og skemmtilegt andrúmsloft innan þeirra.

 

Hvar og hvenær er kennt?

Kennt er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 9:40 og 10:50 og eins og fyrr segir er sveigjanleikinn mikill að fá að flakka á milli þessa tveggja tíma. Eins mega konur ráða hvort þær æfi 2x eða 3x í viku og ekki þarf að velja þá hvaða daga (má vera sveigjanlegt).

Allir tímar eru kenndir í Sporthúsinu í Kópavogi en af og til hafa verið námskeið í Mosfellsbæ ef hópar hafa óskað eftir því.

Fullfrísk hefur einnig verið að taka að sér meðgöngu- og mömmuhópa (t.d. hópa af konum sem eiga í sama mánuði) og boðið þeim tilboð á fyrsta námskeið, ýmist sem lokaðir hópar eða í tímum sem fyrir eru. Þurfa ekki að vera stórir hópar til þess að fá tilboð. Tengiliður hópsins (sú sem nær hópnum saman) fær frítt á fyrsta námskeið.  

Ný námskeið hefjast á 6 vikna fresti og hægt er að byrja hvenær sem er á námskeiði og greiða þá í samræmi við það eða eiga inn á næsta námskeið á eftir.

Næstu námskeið