KrAMPAR Í KÁLFUM

orsök

Þegar leg stækkar getur það þrýst á taugar sem liggja til fótleggja og getur það valdið krömpum og þá sérstaklega í vöðva sem nefnist kálfatvíhöfði. Í gegnum árinn hafa einnig komið fram kenningar um að skortur á kalsíum og magnesíumi geti valdið krömpum. Ýmsir þættir geta aukið líkur á krömpum í kálfum s.s. þreyta, lélegt blóðflæði í fótum, of lítil vökvainntekt og illsamsett eða einhæf fæða. Konur sem fá tíða krampa í kálfa og ætla að taka inn bætiefni vegna þessa ættu að leita til læknis til að fá ráðlegginar. 

Forvarnir

REGLUBUNDIN LÍKAMSRÆKT, rétt samsett FÆÐA og næg inntaka VÖKVA getur að mestu leiti komið í veg fyrir krampa í kálfum á meðgöngu. Kalsíum og magnesíum hefur oft verið ráðlagt en einnig hefur hjálpað mörgum að borða reglulega banana.

Önnur ráð til að minnka líkur á krampa eru að vera ekki lengi í sömu stellingu, ekki sitja lengi með krosslagðar fætur, forðast að ganga á háum hælum og í támjóum og þröngum skóm. Gott er að veita hitameðferð t.d. með hitapoka og nudda kálfa létt eða fara í heitt bað fyrir svefninn. Einnig er gott að hækka undir fætur og nota stuðningssokka. Gott er að gera reglulega fótaæfingar s.s. að gera hringhreyfingu um ökkla og hreyfa tær til að örva blóðflæði.

meðferð

Þegar kona fær krampa í kálfann er best að reyna að slaka á og teygja á kálfanum til þess að losna við krampann. Tær eru þá togaðar í átt að nefi. Á mynd A er sýnt hvernig hægt er að teygja á kálfanum með aðstoð annarrar manneskju og á mynd B hvernig hægt er að teygja án hjálpar.

Ef krampi hverfur ekki eða að auki verði vart við óeðlilega mikinn verk eða eymsli, roða, hita eða þrota í kálfa er rétt að leita til læknis.