; www.fullfrisk.com
Home Spurningar og svör Geta æfingar skaðað fóstrið á einhvern hátt?
Geta æfingar skaðað fóstrið á einhvern hátt?

Reglubundin hófleg líkamsrækt (ekki keppnisþjálfun) er ekki skaðleg móður né fóstri.

Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að líkamsrækt á meðgöngu auki líkur á  fyrirburafæðingum, fósturláti eða fæðingargöllum. 

Hins vegar hafa margar rannsóknir sýnt fram á jákvæð áhrif á vöxt og virkni fylgju sem stuðlar að auknu blóðflæði til fósturs.