; www.fullfrisk.com
Home Börnin okkar Hulda Heiðarsdóttir - 09.08.08.
Hulda Heiðarsdóttir - 09.08.08.

Stúlka - 14 merkur og 53 cm

Ég missti vatnið aðfaranótt föstudags þann 8 ágúst sem var settur dagur (2:00) og byrjaði að fá verki klst seinna. Við fórum ekki á Lansann fyrr en um 7:00 en þá fannst mér verkirnir vera orðnir þó nokkuð reglulegir. Þegar ég kom var tékkað á útvíkkun og hún var þá enginn! Fékk að hvíla mig aðeins í Hreiðrinu og fékk m.a. nálastungur sem ég gat náð að slaka aðeins á með. Fór síðan heim um hádegið og reyndi að hvíla mig heima en gekk illa, þannig að ég var frekar illa sofin og matalystin enginn.
Fór aftur á Lansann um 16:00 enda verkirnir orðnir frekar slæmir, monitorinn sýndi að ekki var nógu mikil regla á hríðunum og útvíkkun aðeins 2. Þetta ætlaði sem sagt að ganga rosalega hægt, en ég  ætlaði samt að reyna að þrauka. Fékk meiri nálastungur, heita og kalda bakstra sem hjálpaði mér aðeins. Um 2:00-3:00 um nóttina fékk ég dripp sem er já ekkert sérstaklega gott!Var þarna orðin frekar máttfarin og þreytt. Þegar tékkað var síðan á útvíkkun  um 4:00 þá var hún 6. Þá sagði ég að ég vildi mænudeyfingu, var farin að kasta upp af sársauka og orðin rosa þreytt. Eftir hana var þetta allt annað. Krafurinn jókst og fæðingin sjálf gekk vel:)Lillan kom svo í heiminn 7:10 þann 9 ágúst.Heilbrigð og falleg, 14 merkur og 53 cm.


hulda heiðarsdóttir