; www.fullfrisk.com
Home Börnin okkar Rakel Hlín Bergsdóttir - 06.09.08
Rakel Hlín Bergsdóttir - 06.09.08

Stúlka - 3600 g og 53 cm

Ég ætlaði svona að láta ykkur vita af því að ég væri búin að eignast stelpuna mína þann 6. september síðast liðinn. Ég var á námskeiðum hjá ykkur í vetur og fram á sumarið en þurfti að hætta vegna þess að ég fór af stað fyrir rúmlega 2 mánuðum.
Alla veganna gekk fæðingin eins og í sögu, var komin 39v og 6 d, byrjaði að fá verki um nóttina sem jukust síðan þegar leið á daginn. Fórum hjónin út að borða á Ítalíu í hádeginu en drifum okkur svo heim þegar verkirnir voru farnir að vera með 5 mínútna millibili, samt ekki áður en við stoppuðum í ísbúðinni, aðeins að fá orku fyrir átökin. Fórum síðan upp eftir um 16 og hún var fædd kl. 21:28.  Rembdist ekki nema í 1 og hálfa mínútu og þakka ég fullfrísk það algjörlega, á strák fyrir og ég þurfti að rembast í 1 og hálfan klukkutíma með hann (hreyfði mig ekkert að ráði á meðgöngunni með hann). Var rosalega hress eftir fæðinguna og stóð bara strax á lappir með litluna, gat algjörlega notið fyrstu klukkutímanna þegar hún var vakandi.
Hún var 3600 gr. og 53 cm, löng og mjó, samt með rosalegar bollukinnar.
Lenti svo reyndar í veseni um nóttina en það varð eitthvað eftir af belgnum í leginu og ég missti mikið blóð, þurfti að svæfa mig og skrapa út. Það er samt alveg ótrúlegt miðað við það hvað maður er fljótur að jafna sig.
Svo er mál með vexti að fara að skrá sig í mömmuleikfimina þann 20. október  er alveg farin að hlakka mikið til að hreyfa mig.