; www.fullfrisk.com
Home Börnin okkar Guðrún Bjarnadóttir - 12.10.08.
Guðrún Bjarnadóttir - 12.10.08.

Drengur - 3880gr og 54 cm

Lítill pjakkur fæddist 12.október eftir að hafa látið bíða eftir sér í 11 daga en áætlaður dagur var 1.okt.
Hann var rúmlega 15merkur (3880gr.) og 54cm.

Fæðingin gekk frekar hægt og erfiðlega og tók í heildina 25klst. Var þar að auki með fyrirvaraverki nóttina áður þannig ég átti tvær svefnlausar nætur.  Hríðarnar urðu fljótt harðar og stutt á milli en útvíkkun gekk aftur á móti mjög hægt.
Ég byrjaði að fá verkjalyf um nóttina uppí Hreiðri og um morguninn petidín til að hvílast. 14 tímum eftir að hríðar byrjuðu var loksins komin 4 í útvíkkun og legvatnið fór. Þá hefði þetta nú allt átt að fara að ganga hraðar. Baðið, nálastungur og glaðloftið var prufað en þá voru hríðarnar orðnar stöðugar og mjög harðar og orkan mín alveg búin. Ég þáði því mænurótardeyfingu og hresstist og fékk orku aftur við það. Ennþá gekk útvíkkun samt frekar hægt en loksins þegar útvíkkun var komin þá duttu hríðarnar niður loksins þegar á þeim þurfti að halda og var þá aukið á dreypið. Í lokin fékk ég smá aðstoð með lítilli sogklukku til að ná restinni af kollinum út en skrokkurinn spriklaði sér sjálfur út kl.23.26, 12.okt

Við vorum með pjakkinn hjá okkur í 2-3klst um nóttina en þá vildi ljósmóðirin láta kíkja á hann þar sem hann var með svo hraða öndun. Hann var þá tekinn inná vökudeild þar sem hann var með vot lungu sem er líklegast afleiðing langrar fæðingar og eins fékk ég hita þarna í lokin. En hann kom heim til okkar í dag vel sprækur og ég er strax farin að gleyma þessum erfiðu 25klst :)

Það að hafa haldið áfram að æfa alla meðgönguna hjálpaði mér mikið í að hafa úthald og þol í þessa fæðingu.

Kveðja, Guðrún Bjarnadóttir