; www.fullfrisk.com
Home Fréttir Föndurdagur - skrapp og gaman
Föndurdagur - skrapp og gaman

Sunnudaginn 27. September var haldinn föndurdagur hjá Fullfrísk. 

Netverslunin Skrapp og gaman bauð Fullfrísk meðlimum í heimsókn á lager sinn og veitti okkur 15% afslátt af vörum.  

Við þökkum Skrapp og gaman fyrir frábært framtak enda flott netverslun með frábærar vörur fyrir skrappara J  Eftir heimsóknina í Skrapp og gaman hittumst við í skóla þar sem við höfðum fengið að láni skólastofu og var föndrað frá kl 15 til kl 21 um kvöldið.  Góð mæting var og stemningin góð.  Flestar voru að skrappa en einnig voru einhverjar að mála, prjóna eða í kortagerð.  Um kvöldmatarleitið voru svo pantaðar pizzur.  Ég vil þakka ykkur Fullfrísku skvísur fyrir samveruna og þetta verður endurtekið fljótlega J

 

skrapp og gaman linkur