Líkamsrækt fyrstu 6 vikurnar eftir fæðingu barns

Almenn ráðlegging til kvenna er að byrja að hreyfa sig aftur 6 vikum eftir fæðingu barns og 8 vikum eftir keisara. Á því eru nokkrar undantekningar. Sumar konur geta jafnvel byrjað fyrr ef varlega er farið en aðrar þurfa að byrja seinna. Hér fyrir neðan koma nokkrar frábendingar sem þarf að hafa í huga áður en byrjað er að hreyfa sig á ný eftir fæðingu barns.

Algjörar frábendingar

miklar Blæðingar

Hvað eru miklar blæðingar? Rauðar blæðingar þar sem konan þarf að skipta um bindi á u.þ.b. hálftíma fresti og standa yfir í nokkra tíma. Ef þetta gerist ætti konan að fá ráðleggingar hjá lækni. Jafnvel þótt ekkert reynist að ætti konan að taka því rólega næstu 48 tímana áður en hún reynir að stunda einhverja líkamsrækt.

Verkir

Ef kona er með einhverja verki, s.s. verki á spangarsvæði, í grind, baki eða annars staðar er mikilvægt að láta skoða það áður en hún byrjar að stunda líkamsrækt. Oft er hægt að laga ástandið með því að bæta stuðningi við brjóst, bæta skóbúnað eða fara hægar af stað. Verkirnir geta þó verið af öðrum sökum og því mikilvægt að fá samþykki læknis, ljósmóður eða sjúkrajálfa áður en líkamsrækt er hafin.

Sýking í brjóstum

Ef kona er fær sýkingu í brjóst er mikilvægt að taka því rólega þar til búið er að hreinsa út sýkinguna eða hún gengin yfir. Mikil hreyfing getur dreift sýkingunni. Sama á við ef kona fær sýkingu í móðurlífið, í skurðsvæði eða annars staðar.

Mögulegar FRÁBENDINGAR

Keisari eða erfið fæðing

Konur sem hafa farið í keisara eða rifnað mikið við fæðingu verða að meta sjálfar hvenær þær treysta sér til að fara af stað að æfa og jafnvel fá samþykki læknis eða ljósmóður áður. Konur sem hafa átt erfiða fæðingu eða farið í keysara þurfa að fara rólega af stað. Ef þær fá verki við hreyfingu eiga þær að sjálfsögðu að stoppa undir eins. Oft er hægt að breyta æfingum eða finna aðrar í staðin en í sumum tilvikum þurfa konur að bíða aðeins lengur með að byrja að æfa. Sumar konur finna ekki fyrir neinum óþægindum og líður jafnvel betur eftir æfingu og því um að gera að hreyfa sig.

óþægindi í brjóstum

Ef kona er með stálma ætti hún að bíða með líkamsrækt þar til hann er genginn yfir. Ef óþægindin eru af öðrum orsökum þarf að skoða hvort hún sé með nægan stuðning við brjóstin og oftar en ekki er það nóg til þess að óþægindin hverfi. Þó ætti hún alltaf að láta skoða á sér brjóstin til að fullvissa sig um að ekkert alvarlegra sé þar á ferð. Góður toppur og stuðningur skiptir höfðumáli en einnig er mjög mikilvægt að vera ekki í of þröngum topp.

Mikill þvagleki eða þrýstingur niður í grind við æfingar

Það er mjög eðlilegt að finna fyrir þvagleka eftir fæðingu bars svo og finna fyrir einhverjum þrýstingi í grind. Mjög gott ráð er að tæma blöðruna fyrir æfingar og jafnvel æfa með dömubindi sem tekur þá við þvagi. Ef lekinn er hins vegar meiri en svo og er ekki genginn yfir eftir nokkrar vikur eða mánuði er mikilvægt að hafa samband við lækni og það sama á við um þrýsting í grind.