Um Fullfrísk

Dagmar Heiða Reynisdóttir útskrifaðist úr hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 2004 og skrifaði þá BS-ritgerðina „Líkamsrækt á meðgöngu“. Dagmar hefur kennt meðgöngu- og mömmuleikfimi frá árinu 2007 og hefur á þeim tíma einnig tekið einkaþjálfarapróf, þolfimiþjálfarapróf og ýmis líkamsræktartengd námskeið s.s. ketilbjöllur, foam flex, TRX og fleira, svo og sótt ráðstefnur erlendis. Fullfrísk byrjaði eingöngu með meðgöngunámskeið en fljótlega kom í ljós að einnig var þörf fyrir mömmunámskeið. Mikið er lagt upp úr því að hafa létt og skemmtilegt andrúmsloft í tímum og að gera skemmtilega hluti saman utan tíma svo sem að fara út að borða sama.
 
Líkamsrækt er stór þáttur í lífi margra kvenna og aldrei eins mikilvægt að halda áfram að styrkja sig og hreyfa eins og á meðgöngu og eftir fæðingu barns. Hjá Fullfrísk eru konur á öllum stigum meðgöngu og mömmur með misgömul börn og misvanar hreyfingu en tekið er tillit til allra, hvort sem það eru konur sem eru vanar að hreyfa sig mikið eða lítið. Einnig eru konur hjá Fullfrísk með sem eiga við meðgöngutengd vandamál að stríða s.s. bak- og grindarverki sem tekið er tillit til og æfingar útfærðar þá fyrir hverja og eina. mismunandi stig æfinga. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *